- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Til þess að bregðast við hertum sóttvarnarreglum stjórnvalda til varnar COVID-19 hefur eftirfarandi verið ákveðið:
Grunnskólar
Skipulagsdagur í grunnskólum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum.
Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Tónlistarskólinn
Skipulagsdagur í Tónlistarskólanum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum. Tónlistarskólinn stefnir á að hefja aftur starfsemi sína með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Leikskólar
Leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunn- og tónlistarskóli fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Nánari upplýsingar um leikskólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins.