- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Á unglingastigi eru Stapamix tímar þrisvar í viku þar sem nemendur í 7.-9. bekk vinna saman að þverfaglegum verkefnum. Undanfarnar vikur hafa þau unnið verkefnið „Tíminn og vatnið“ þar sem þau hafa fræðst um umhverfismál, unnið með orðaforða og heimildavinnu og skapandi skil af ýmsu tagi.
Verkefninu lauk föstudaginn 23. október með því að allir nemendur fóru út og plokkuðu í umhverfi Stapaskóla. Skemmst er frá því að segja að plokkið gekk frábærlega. Sólin skein á hópinn og krakkarnir voru fljótir að fylla pokana sína. Vinnusemi skein af hópnum og afraksturinn er að nágrenni skólans er snyrtilegra og nemendur meðvitaðri um umgengni sína.