- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.
Foreldrar barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu geta sótt námskeiðið. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5 - 12 ára, sem ekki hafa margar eða flóknar fylgiraskanir.
Næsta námskeið verður kennt á tímabilinu 11. febrúar- 24. mars 2020.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Reykjanesbæjar. Slóðin er hér https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/skolathjonusta/foreldrafaerninamskeid