21.10.2019
Í Stapaskóla eru fjölbreyttar smiðjur hjá nemendum í öllum árgöngum.
Lesa meira
17.10.2019
Síðustu tvær viku hafa elstu börn leikskólanna Akurs og Holts komið í heimsókn til okkar í Stapaskóla. Börnin fengu skoðunarferð um skólann og settust í salinn þar sem þau fengu myndbandskynningu um nýja Stapaskólann sem er í byggingu.
Lesa meira
10.10.2019
Nú á dögunum var efnt til myndasamkeppni nemenda um hönnun á merki skólans. Rætt var við nemendur um hvað þau vilja að skólinn okkar standi fyrir og merki annarra skóla skoðuð og rædd. Áhugi nemenda var mikill fyrir þessu verkefni og fjöldi teikninga bárust svo erfitt var að velja úr...
Lesa meira
10.10.2019
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Stapaskóla 27. September. Markmiðið með hlaupinu var að hvetja til aukinnar útiveru og hreyfingar.
Skólinn hljóp samtals 615 km eða 4,7 km á hvern nemenda. Verðlaunafhending fór fram á sal skólans þar sem úrslit voru kynnt.
Lesa meira
03.10.2019
Föstudaginn 4. október er starfsdagur í Stapaskóla. Þennan dag er engin kennsla og frístundaheimilið lokað.
Friday the 4th of October is a teachers day in Stapaskóli. On that day the school is closed and the after school program also.
Lesa meira
01.10.2019
Nemendur í 1. - 5. bekk í Stapaskóla eru virkir þátttakendur í sköpun nýs skóla. Gróa skólastjóri og Heiða Mjöll aðstoðarskólastjóri hittu alla nemendur og ræddu við þá um hvernig skóla við viljum. Hugmyndir þeirra voru vinátta, góð við hvort annað, tillitsemi, virðing, kurteisi, þolinmæði og gaman og pottþétt Playstation.
Í kjölfarið var þeim boðið að taka þátt í samkeppni um merki skólans (logo). Allir nemendur skólans fá tækifæri á að senda inn mynd sem þeir teikna. Úr þeim verður valin ein mynd/merki sem sent verður á hönnunarstofu sem fullvinnur merkið.
Nemendur voru mjög áhugasamir um nýju skólabygginguna og einkunnarorð skólans.
Skilafrestur er 7.október á skrifstofu skólans.
Lesa meira
27.09.2019
Í dag fóru öll börn út að hlaupa í tilefni af Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður hét Norræna skólahlaupið. Nemendur stóðu sig frábærlega vel og hlupu allt frá 2,5 km að 10 km.
Lesa meira
24.09.2019
Eins og er liggur símkerfið niðri. Þið getið prófað 824-1069.
Lesa meira
19.09.2019
Á mánudaginn 23. september er samtalsdagur í Stapaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara.
Skráning í viðtöl fer fram í gegnum www.mentor.is
Lesa meira
15.08.2019
Skólasetning
fer fram fimmtudaginn 22.ágúst fyrir nemendur í 1. - 5. bekk.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
Kl. 11.00 2. - 5. bekkur
kl.12.00 1. bekkur
Lesa meira