- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í dag kom góður gestur í heimsókn í Stapaskóla. Árni Árnason rithöfundur kom í dag og kynnti fyrstu bók sína, Friðbergur forseti. Bókin er ætluð 8-12 ára krökkum, Áni las úr bókinni fyrir 3.-5. Bekk. Það sem er skemmtilegt er að Árni vann bókina í samvinnu við dóttir sína sem er 10 ára.
Bókin fjallar um Friðberg forseta Íslands sem er vafasamur náungi. Hann vísar erlendum börnum úr landi og fá þá systkinin Sóley og Ari nóg og taka til sinna ráða. Friðbergur forseti er fyndin, hugljúf og spennandi saga um kraftmikla krakka sem þora að hafa hátt og berjast gegn ranglæti – og fyrir betra samfélagi.
Börnin voru áhugasöm um bókina, spjölluðu og hlustuðu áhugasöm ásamt því að spyrja rithöfundinn margra áhugaverðra spurninga. Við þökkum Árna kærlega fyrir komuna.