- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í dag hófst fyrsti skóladagur hjá nemendum 3 ára og eldri við Stapaskóla. Skólasetning og aðlögun ásamt fullum skóladegi hjá grunnskólanemendum.
Umsjónarkennarar tóku á móti nemendum sínum að undanskildum 1. bekk en þar tók Gróa skólastjóri á móti þeim með nokkrum orðum og rósaafhendingu. Í ræðu sinni fór Gróa yfir eitt af gildum Stapaskóla en það er Gleði sem við teljum vera lykilatriði í vellíðan nemenda og starfsfólks. Með gleðina að leiðarljósi munu starfsmenn leggja sig fram við að gera skóladaginn skemmtilegan því ein af forsendum þess að skapa lærdómsumhverfi og réttar aðstæður fyrir þekkingaröflun er að hafa gaman. Stapaskóli vinnur eftir uppbyggingarstefnunni þar sem áhersla er lögð á að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við viljum að það sé útgangspunktur skólastarfsins. Við viljum að börnin læri að þekkja sig sjálf, að þau læri að umgangast hvort annað á þann hátt að allir fái að njóta sín. Við höfum öll mismunandi þarfir sem við þurfum að uppfylla án þess að brjóta á öðrum. Við erum öll ólík og einstök. Allir nemendur okkar tilheyra og skipta máli.
Í Stapaskóla viljum við nálgast nemendur okkar á ólíkan hátt og með ólíkum áherslum. Við viljum bjóða uppá fjölbreytt verkefni, fjölbreytta vinnuaðstöðu og þjónustu í heimastofu. Við eigum að geta þjónustað nemendur okkar á þann hátt að þeir fá tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar og fái að njóta sín.
Verið öll hjartanlega velkomin á annað skólaár Stapaskóla og fyrsta skólaárið í nýrri glæsilegri skólabyggingu.
Hlýjar kveðjur,
Gróa skólastjóri