28.04.2023
Sunnudagurinn 30. apríl er Stóri plokkdagurinn. Í tilefni þess fóru nemendur í 2. bekk saman út og skoðuðu skólalóðina með augum náttúrunnar. Þau merktu alla staði sem eru náttúrulegir á lóðinni og skoðuð hvernig gróðurinn var farinn og hvort við þurfum ekki að huga betur að honum. Á sama tíma safnaði hópurinn öllu rusli sem þau fundu. Þau greindu tegundir ruslins niður eftir flokkunarreglum sem þau leituðu eftir á vefnum og flokkuðu allt samviskusamlega. Að lokum tóku þau upp myndband af sér útskýra hvað þau fundu og ræddu sína skoðun á skólalóðinni okkar með tilliti til náttúrunnar.
Lesa meira
26.04.2023
Skólaskákmót á vegum Skáksambands Íslands var haldið í Stapaskóla 19. apríl sl. 180 krakkar úr grunnskólum á Suðurnesjum kepptu í þremur aldursflokkum á þessu glæsilega stórmóti. Keppendur komu frá Gerðaskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla, Sandgerðisskóla og Stapaskóla.
Lesa meira
24.04.2023
Börnin á Mánasteini höfðu mikinn áhuga á sögunni um Greppikló svo ákveðið var að grípa áhuga þeirra og vinna meira með söguna. Við unnum eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Forvitni og áhugi barnanna verður til að þekking myndast. Markmiðið með könnunaraðferðinni er að börnin stjórni sínu lærdómsferli, geti búið til tilgátur og leiti lausnar við vandamálum.
Lesa meira
20.04.2023
Í dag, fimmtudaginn 20. apríl, er sumardagurinn fyrsti. Enginn skóli er á leik- og grunnskólastigi í dag og frístundaheimilið er lokað. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. apríl. Gleðilegt sumar!
Lesa meira
18.04.2023
Brunavarnir Suðurnesja heimsækir árlega elstu börnin á leikskólum á þjónustusvæðinu til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Einnig fá börnin í hendurnar möppur sem í er ýmislegt er tengist brunavörnum auk skemmtilegra verkefna og einfaldra ráðleggingar til foreldra og forráðamanna um öryggi heimilisins.
Lesa meira
12.04.2023
Í vetur kom frétt um heimsókn frá rithöfundinum Sverri Norland í tengslum við samvinnuverkefni frá Náttúruminjastofnun Íslands þar sem nemendur í 5. og 6. bekk fengu kennslu í skapandi skrifum. Eftir heimsóknina héldu nemendur áfram vinnu við skrif og einbeittu sér að því að segja sögur af lífverum eða hlutum í ákveðnum vistkerfum.
Lesa meira