Fréttir

Hafið í 2. bekk - þemavinna

Nemendur í 2.bekk hafa síðastliðnar vikur verið að vinna með þemað hafið á fjölbreyttan hátt. Unnið hefur verið með samþættingu allra námsgreina þannig að hafið hefur átt hug þeirra allan í gegnum skóladaginn á ýmsan hátt.
Lesa meira

Vetrarfrí 24.-25. október

Mánudaginn 24. október er vetrarfrí í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður. Frístundaheimilið er einnig lokað. Þriðjudaginn 25. október er vetrarfrí á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi. Skólinn og frístundaheimilið er því lokað nemendum þann dag einnig.
Lesa meira

Endurskinsmerki – gjöf frá Slysavarnadeildinni Dagbjörg

Nemendur okkar, í 1.-4. bekk ásamt tveimur elstu deildunum á leikskólanum, voru svo heppin að fá að gjöf endurskinsmerki frá Slysavarnadeildinni Dagbjörg. Við þökkum kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf!
Lesa meira

Köngulær í 3. bekk - þemavinna

Nemendur í 3. bekk hafa í september verið að kafa inn í undraheim köngulóarinnar. Unnið var með samþættingu þannig að viðfangsefnið fléttaðist inn í skóladaginn á ýmsan hátt. Nemendur komu með köngulær sem þau fönguðu inn í skólann sem svo voru skoðaðar, greindar og fylgst með í gegnum tímabilið. Þau skrifuðu um þær, lásu, teiknuðu líkamshluta þeirra og rannsökuðu þær hátt og lágt með stækkunarglerum og smásjám.
Lesa meira

Heilsu- og forvarnarvika Stapaskóla 3.–7. október 2022

Vikuna 3 .- 7. október 2022 fór fram heilsu- og forvarnarvika í Stapaskóla. Nemendaráð skólans var með útileiki í frímínútum með nemendum skólans alla dagana og vakti það mikla gleði meðal nemenda. Nemendur í 7.–10. bekk fengu flott erindi frá þeim Ingileif og Maríu um hinseginleikann. Á föstudeginum skelltu nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð um hverfið okkar. Starfsfólk og kennarar skólans fengu hugleiðslu með möntru sem Palla aðstoðarskólastjóri stjórnaði. Á fimmtudagskvöldið var kennurum og starfsfólki boðið á erindi með henni Önnu Lóu ,,ertu leiðtogi í eigin lífi”. Frábær heilsu- og forvarnarvika hjá Stapaskóla
Lesa meira

8. og 10. bekkur á starfsgreinakynningu Suðurnesja

Nemendur 8. og 10. bekkjar heimsóttu starfsgreinakynningu Suðurnesja í gærmorgun. Starfsgreinakynningin er árlegur viðburður haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kynningin hefur vaxið með hverju árinu sem er virkilega ánægjulegt en í ár gátu nemendur kynnt sér yfir 130 ólíkar starfsgreinar. Á meðal starfsgreina voru hjúkrunarfræðingur, bæjarstjóri, lögregla, líffræðingur, flugmaður, flugþjónn, flugvirki. Básarnir voru fjölbreyttir og áhugaverð sýnishorn á hverju horni. Samhliða heimsókninni leystu nemendur verkefni frá náms- og starfsráðgjafa. Öflug starfsfræðsla er nemendum mikilvæg og við erum ánægð með hvað nemendur okkar voru áhugasöm og dugleg að spyrja spurninga.
Lesa meira

Göngutúr í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar

Allt grunnskólastig ásamt Mánasteini og Óskasteini skelltu sér í göngutúr um hverfið í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Nemendur og starfsfólk áttu góða stund saman í göngutúrnum sem gekk rosalega vel og allir til fyrirmyndar.
Lesa meira

Foreldrakvöld leikskólastigs Stapaskóla

Foreldrakvöld var haldið í vikunni á leikskólastigi Stapaskóla og var það mjög vel sótt. Þar fór Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri yfir helstu áherslur í starfi leikskólans. Að því loknu fóru foreldrar inn á deild sinna barna og fengu að skoða námsefnið betur þar.
Lesa meira

Foreldradagur og skertur nemendadagur á grunnskólastigi

Miðvikudaginn 5. október er foreldradagur á grunnskólastigi. Nemendur mæta í skólann frá kl.8.30 - 10.00. Frístundaheimilið opnar þá fyrir þá nemendur sem er skráðir þar. Foreldrafundur er kl.11.00 í öllum tvenndum þar sem skólastarf og áherslur eru kynntar. Á leikskólastigi er foreldrafundur kl.18.00 í sal Stapahallar, þar sem leikskólastigið er staðsett. Í lok hans kl.19.00 er aðalfundur foreldrafélagsins. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna og kynnast skólastarfi Stapaskóla ásamt því að hitta aðra foreldra og útvíkka tengslanetið.
Lesa meira