Fréttir

Þema- og vorhátíð Stapaskóla - grunnskólastig

Þema- og vorhátíð grunnskólastigs verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní.
Lesa meira

Sumarhátíð leikskólastigs Stapaskóla

Sumarhátíð leikskólans verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní kl. 14: 00. Við ætlum að byrja í matsalnum okkar í leikskólanum þar sem verður boðið upp á skúffuköku fyrir börnin. Eftir það má fara yfir á útsvæði leikskólans þar sem hoppukastalar verða í boði foreldrafélagsins. Einnig verður starfsfólk leikskólans með nokkrar stöðvar þar sem hægt verður að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir nýja foreldra á grunnskólastigi

Fimmtudaginn 15. júní verður kynningarfundur fyrir foreldra barna sem eru að byrja í 1. bekk í haust. Fundurinn hefst kl. 14.30 og er í fjölnotasal Stapaskóla.
Lesa meira

Umferðarskólinn - fyrir börn sem eru að hefja grunnskólagöngu

Samgöngustofa heldur úti umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. Í umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu, hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Leikskólar sjá nú um umferðarskólann sjálfir í samvinnu við Samgöngustofu. Í þessari viku fengu börnin á Óskasteini umferðafræðslu en í henni má sjá innipúkann og krakkana úr Kátugötu bregða fyrir sem nemendur þekkja úr bókunum sem sendar eru heim til allra barna á aldrinum 3-6 ára.
Lesa meira

Refurinn er lukkudýr Stapaskóla

Vorið 2022 stakk Birna Margrét Færseth, nemandi í Stapaskóla, upp á því að skólinn þyrfti að eiga lukkudýr og að hún gæti búið það til. Hún gerði skissur að nokkrum dýrum og haustið 2022 var haldin kosning meðal nemenda skólans um hvaða dýr yrði fyrir valinu. Refurinn hlaut yfirburða kosningu og í kjölfarið pantaði Birna þá hluti sem þurfti til að hún gæti skapað refabúning sem hægt væri að nota á stórviðburðum í skólanum.
Lesa meira