Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hljómahöll í gær 9. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og þá byrja nemendur að æfa upplestur á fjölbreyttum texta.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 13. mars - Grunnskólastig

Mánudaginn 13. mars er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát þriðjudaginn 14. mars. // Monday the 13th of March is teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Tuesday the 14th of March.
Lesa meira

Öskudagur - skertur nemendadagur

Á morgun er öskudagur og þá er skertur nemendadagur á grunnskólastigi. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8.30 og er búnir kl. 10.30. Nemendur velja sér stöðvar og fjölbreytt verkefni í umsjón starfsmanna Stapaskóla. Nemendum er að sjálfsögðu velkomið að mæta í búningum en vopn eru ekki leyfð og gott er að geyma fylgihluti heima. Frístundaheimilið opnar svo kl. 10.30 með hefðbundnu sniði og smá öskudagsfjöri fyrir þá sem eru þar skráðir.
Lesa meira

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Skólakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin á sal Stapaskóla mánudaginn 20. febrúar. Keppnin er árlegur viðburður í starfi skólans, nemendur í 7. bekk hefja formlegan undirbúning upplestrar á Degi íslenskrar tungu. Nemendur eru hvattir til að lesa og æfa sig í vönduðum upplestri með það að markmiði að vera þátttakendur í keppninni sem haldin er ár hvert. Níu nemendur unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl.þriðjudag.
Lesa meira

Konudagur í leikskóla Stapaskóla

Við á leikskólastigi Stapaskóla héldum upp á konudaginn sl. mánudag en hann er fyrsti dagur mánaðarins Góu í gamla norræna tímatalinu. Sú hefð er að menn gefi konum blóm í tilefni konudagsins þannig að börnin voru búin að búa til blóm til að gefa mömmu eða ömmu.
Lesa meira

Dagur tónlistarskólans á leikskólastigi

Í tilefnin af degi tónlistarskóla í dag 7. febrúar fengum við nemendur frá þeim í heimsókn til okkar á leikskólastig. Það voru þær Hildur Ósk sem kom með klarínettið sitt og Telma Líf kom með þverflautuna sína. Þær eru báðar nemendur á grunnskólastigi Stapaskóla en kennarinn hennar Hildar, hún Kristín Þóra, kom með þeim og sagði börnunum aðeins frá hljóðfærunum og hvað felst í því að vera í tónlistarskóla. Síðan spiluðu stelpurnar fyrir okkur sitthvort lagið, Þorraþræll og Gamli Nói. Börnunum fannst þetta mjög áhugavert og hlustuðu vel enda lög sem við syngjum í leikskólanum. Þetta var skemmtileg heimsókn á degi tónlistarskólans.
Lesa meira

Veðurfar - viðvörun 7. febrúar

Enn og aftur er appelsínugul veðurviðvörun. Skólinn er opinn og er öruggt skjól fyrir nemendur en foreldrar eru hvattir til að meta sjálfir stöðuna og fylgja börnum í og úr skóla. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll
Lesa meira