BAUN, barna- og ungmennahátíð - 27. apríl til 7. maí 2023

BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er haldin 27. apríl til 7. maí 2023. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru meðal annars þau:

  • Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar
  • Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meðal viðburða á BAUN er listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ í Duus Safnahúsum. Á listahátíðinni er afrakstur fjölbreytts listastarfs nemenda úr öllum leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar og af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 
Öll börn í leikskólum og í 1. – 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar fá BAUNabréfið afhent!
Í BAUNabréfinu eru börn og ungmenni hvött til að fara í BAUNaferðlag um Reykjanesbæ þar sem vakin er athygli á skemmtilegri afþreyingu og fjöldinn allur af viðburðum sem standa yfir til og með 7. maí n.k.
Á baun.is má finna dagskrá BAUNar sem er fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
 
Barna- og ungmennahátíðin var sett með hæfileikahátíð grunnskólanna þar sem flutt voru á sviði í Stapa atriði frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar auk tónlistaskóla Reykjanesbæjar og Danskompaní. Nemendur úr 6. bekk allra grunnskólanna voru áhorfendur í sal og svo var hátíðinni streymt beint í skólana. 
 
Hæfileikahátíðin var hin glæsilegasta en upptöku af henni má sjá hér.