Fréttir

Íþróttadagur Stapaskóla 2023

Föstudaginn 19. maí fór fram íþróttadagur Stapaskóla. Þar keppa árgangar sín á milli um stapabikarinn. Keppt er í 12 greinum t.d. púsl, bandý, pokahlaup, boðhlaup, negla nagla og fl. Óskasteinn, elstu börnin á leikskólastigi, tóku þátt með grunnskólastiginu og stóðu sig svakalega vel og fengu viðurkenningarskjal í lok dags.
Lesa meira

Starfsdagur föstudaginn 12. maí

Föstudaginn 12. maí er starfsdagur á leik- og grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 15. maí. // Friday the 12th of May is teacher work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Monday the 15th of May.
Lesa meira

Sumarfrístund hefst miðvikudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2023. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar.
Lesa meira

Stapaskóli í úrslit í Skólahreysti

Nemendur okkar í Skólahreystiliðinu náðu glæsilegum árangri í undankeppni Skólahreysti í gær. Liðið sigraði sinn riðil og tekur þ‏ar af leiðandi þ‏átt í úrslitakeppninni sem fer fram þ‏ann 20.maí. Við óskum nemendum okkar þeim Leonard, Völu, Jens, Júlíönu, Írisi og Gísla til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Skólahreysti - Áfram Stapaskóli!

Í dag, miðvikudaginn 3. maí klukkan 20:00 keppir lið Stapaskóla í Skólahreysti. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á RÚV. Rúta með stuðningsmönnum af unglingastigi skólans fer frá skólanum kl. 18:15 (ath. nemendur hafa þegar skráð sig í rútuna). ÁFRAM STAPASKÓLI...!!!
Lesa meira

2. bekkur plokkar og skoðar skólalóðina

Sunnudagurinn 30. apríl er Stóri plokkdagurinn. Í tilefni þess fóru nemendur í 2. bekk saman út og skoðuðu skólalóðina með augum náttúrunnar. Þau merktu alla staði sem eru náttúrulegir á lóðinni og skoðuð hvernig gróðurinn var farinn og hvort við þurfum ekki að huga betur að honum. Á sama tíma safnaði hópurinn öllu rusli sem þau fundu. Þau greindu tegundir ruslins niður eftir flokkunarreglum sem þau leituðu eftir á vefnum og flokkuðu allt samviskusamlega. Að lokum tóku þau upp myndband af sér útskýra hvað þau fundu og ræddu sína skoðun á skólalóðinni okkar með tilliti til náttúrunnar.
Lesa meira