Fréttir

Bóndadagur í leikskólanum

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur og er hann núna á föstudaginn 20. janúar. Í tilefni af deginum ætlum við að bjóða í þjóðlegt þorrakaffi og eru pabbar og afar, bræður eða frændur velkomnir í heimsókn frá kl. 14:30 - 15:30.
Lesa meira

Leikskólastig fær bókagjöf

Í dag barst leikskólastigi vegleg bókagjöf. Gjöfin innihélt sex barnabækur úr bókaflokknum um Litla fólkið og stóru draumana. Með gjöfinni fylgja kveðjur til allra barna og ungmenna á Íslandi, með hvatningu til þess að auka lestur á íslensku.
Lesa meira

Jólaleyfi

Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi. Nemendur grunnskólastigs eru komnir í leyfi og byrja aftur 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Nemendur leikskólastigs fara í leyfi eftir Þorláksmessu og mæta aftur 2. janúar.
Lesa meira

Skólahald aflýst á leik - og grunnskólastigi 20. desember

Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skólahaldi við Stapaskóla á leik- og grunnskólastigi. Ákvörðunin sem tekin er í samráði við umhverfissvið bæjarins er til að tryggja öryggi barna, fækka bílum í umferð og til að snjómokstur geti gengið greiðlega fyrir sig. Bæði götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna liggja niðri á morgun.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst á grunnskólastigi

Í dag verður ekkert skólahald í Stapaskóla vegna veðurs og færðar. Þau börn sem eru mætt eru örugg í skólanum þar til foreldrar hafa tækifæri að sækja. Ekki er víst að Skólamatur komist á staðinn með hádegismat í dag.
Lesa meira

Julefrokost á unglingastigi

Miðvikudaginn 14. desember hófst dagurinn í 7.– 10. bekk á kósýstund með foreldrum, nemendum og starfsmönnum. Nemendur komu með veitingar á hlaðborð og kennarar buðu upp á djús og kaffi með. Allir áttu saman notalega stund á sal skólans undir jólatónlist og var frábært hvað margir aðstandendur nemenda gátu komið og notið stundarinnar með okkur.
Lesa meira

SOS barnaþorpin - 3. og 6. bekkur

Nú í desember hafa nemendur í 3. og 6. bekk tekið höndum saman og safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum. Nemendur hafa verið að fylgjast með jóladagatali SOS í desember þar sem fjallað er um starfsemi SOS barnaþorpanna og einnig réttindi barna í barnasáttmálanum. Nemendur söfnuðu 102.500 kr. sem munu nýtast mjög vel í verkefni SOS barnaþorpanna í Malaví. Rakel Lind, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpanna kom í heimsókn og spjallaði við nemendur í dag, 12. desember, að lokum tók hún svo við styrknum frá nemendum. Við erum afar stolt af hugulsemi og hjartahlýju nemendanna sem er í anda jólanna. Gjafmildi og gleði er sko ríkjandi hér í Stapaskóla.
Lesa meira

Heitt kakó og piparkökur

Skapast hefur sú hefð hjá okkur á aðventunni að vera með notalega stund þar sem nemendum er boðið upp á heitt kakó með rjóma og piparkökur. Stjórnendur fóru í morgun í allar bekkjartvenndir og buðu upp á kakó og piparkökur. Nemendur á leikskólastigi fengu einnig í samverustundinni sinni í morgun. Vakti þetta mikla lukku hjá nemendum og við hlökkum til að eiga þessa stund með þeim að ári.
Lesa meira

Stapavaka unglingastigs 2022

Nemendur á unglingastigi Stapaskóla hafa í nóvember unnið hörðum höndum að hinni árlegu Stapavöku. Verkefnið er unnið í hópum eða einstaklingslega og er markmiðið að eflast í vísindalegum vinnubrögðum, miðlun upplýsinga og sjálfstæðum vinnubrögðum. Vakan er unnin sem vísindavaka og fengu nemendur tækifæri á að vinna æfingarverkefni til að tengjast betur því sem kæmi þar á eftir. Að því loknu var farið af stað og hönnuð tilraun með það að leiðarljósi að geta útskýrt skýrt og greinilega niðurstöður tilraunar í formi töflu, myndrits eða skífurits. Áhersla ársins var einmitt niðurstöður og skipti því miklu máli að vanda frásögn sína og upplýsingagjöfina alla.
Lesa meira