- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Börnin á Mánasteini höfðu mikinn áhuga á sögunni um Greppikló svo ákveðið var að grípa áhuga þeirra og vinna meira með söguna. Við unnum eftir aðferðafræði könnunaraðferðinnar. Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Forvitni og áhugi barnanna verður til að þekking myndast. Markmiðið með könnunaraðferðinni er að börnin stjórni sínu lærdómsferli, geti búið til tilgátur og leiti lausnar við vandamálum.
Könnunaraðferðin skiptist í þrjú stig. Fyrst er viðvangsefni ákveðið út frá einhverri kveikju og þekking barnanna á viðfangsefninu kannaður með hugarkorti. Á stigi tvö er þekkingarleitin sem fer fram með ýmsum hætti svo sem vettvangsferðum, í bókum og fleira. Vinnan á stigi tvö tekur mislangan tíma og miðar út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið getur líka breyst og spurningum fjölgað. Á þriðja stigi ákveða börnin hvernig þau vilja miðla áfram þekkingu sinni og gera endurmat. Oft er sýning á ferlinu og afrakstrinum ef einhver er. Áherslan er þó alltaf á ferlið sjálft en ekki afraksturinn.
Eftir að við lásum söguna teiknuðu börnin mynd upp úr bókinni sem vakti áhuga þeirra. Einnig eru ótal mörg orð sem við erum að vinna með upp úr bókinni í orðaforðakennslu og unnum við með þau á hverjum degi.
Mikill áhugi var á sjálfri Greppikló og börnin vildu búa hana til. Við ákváðum hversu stóra við vildum hafa hana og hvaða efnivið við vildum nota. Foreldrar komu einnig með efnivið til okkar sem við gátum nýtt í þetta verkefni. Öll börnin bjuggu til eina stóra Greppikló saman. Við unnum með bókina um Greppikló og Greppibarnið og út frá henni höfðu börnin mikin áhuga á fótsporum. Við skoðuðum hvernig spor Greppiklóar líta út, sporin hjá öllum dýrunum í bókinni og einnig spor barnanna á Mánasteini. Síðan var farið í vettvangsferð og leitað eftir sporum og fundum við meðal annars spor eftir músina og Greppikló. Eftir vettvangsferðina bjuggu börnin til sín eigin spor og spor dýranna úr bókinni og límdum við þau á gólfið inn á deild hjá okkur. Þá kom upp sú hugmynd að breyta Mánasteini í Greppiskóginn og gerðum við það. Börnin vildu búa til öll dýrin í sögunni og fórum við í smíði til Hauks og vildu börnin smíða músina. Einnig eru börnin búin að búa til Greppiklóar leir sem er brúnn á litinn og nota litla plusplus kubba til að gera klær og einnig eru þau búin að mála myndir út frá bókinni. Þetta verkefni er ótrúlega skemmtilegt og höldum við áfram með það á meðan áhugi barnanna er til staðar.
Hér má sjá fleiri myndir: Greppikló á leikskólastigi