- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nemendur í 1. - 5. bekk í Stapaskóla eru virkir þátttakendur í sköpun nýs skóla. Gróa skólastjóri og Heiða Mjöll aðstoðarskólastjóri hittu alla nemendur og ræddu við þá um hvernig skóla við viljum. Hugmyndir þeirra voru vinátta, góð við hvort annað, tillitsemi, virðing, kurteisi, þolinmæði og gaman og pottþétt Playstation.
Í kjölfarið var þeim boðið að taka þátt í samkeppni um merki skólans (logo). Allir nemendur skólans fá tækifæri á að senda inn mynd sem þeir teikna. Úr þeim verður valin ein mynd/merki sem sent verður á hönnunarstofu sem fullvinnur merkið.
Nemendur voru mjög áhugasamir um nýju skólabygginguna og einkunnarorð skólans.
Skilafrestur er 7.október á skrifstofu skólans.