- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Fyrr í vetur tóku börnin á Óskasteini eftir því að engin ruslatunna væri á útisvæði leikskólans. Þau veltu mikið fyrir sér hvað þau ættu þá að gera við allt ruslið sem að þau eru að finna á svæðinu og hvernig hægt væri að fá ruslatunnu á útisvæði okkar til að halda því hreinu og fínu.
Við ræddum því hvað væri hægt að gera og var ákveðið að ræða við Gróu, skólastjóra Stapaskóla, því þau voru viss um að það væri hún sem réði þessu. Við fengum Gróu til okkar þar sem börnin ræddu þetta mál við hana og afhendu henni bréf með beiðni um ruslatunnu sem börnin skrifuðu í sameiningu. Heimsóknin var mjög skemmtileg þar sem að börnin voru tilbúin með ýmsar spurningar fyrir skólastjórann sinn og sungu svo fyrir hana.
Í dag var gleðidagur. Þegar krakkarnir fóru í útiveru en þar blasti þessi fína ruslatunna við þeim. Börnin eru í skýjunum með ruslatunnuna og hafa staðið hörðum höndum að því að halda svæðinu okkar hreinu og fínu síðan.
Með virkni sinni og með því að nýta lýðræðið og koma hugmyndum sínum á framfæri þá fengu börnin sínu fram og ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda flotta útisvæðinu okkar hreinu og fínu.