- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Við á Álfasteini lukum nýlega við verkefni í anda könnunaraðferðarinnar. Við tókum lýðræðislega ákvörðun um að vinna með krumma . Við gerðum hugarkort um hvað við töldum okkur vita um krumma, skoðuðum bækur, horfðum á myndbönd og fórum í vettvangsferðir. Að því loknu gerðum við nýtt hugarkort með staðreyndum sem við höfðum lært um krumma. Afurðin verður svo sýnd á listahátíð barna í Reykjanesbæ.
Næsta mál á dagskrá er að vinna með vináttuna. Á hverjum degi er lesin bók um vináttuna. Upp geta komið margir vinklar á vináttuna en við látum börnin þróa samtalið og velja þann vinkil sem brennur helst á þeim. Helstu umræðuefnin hafa verið hvernig er að eiga engan vin. Þá lásum við áður Palli var einn í heiminum. Við lásum bókina „En við erum vinir.“ Hún er um hund og kött sem berjast gegn þeirri staðalímynd að kettir og hundar geti ekki verið vinir. Í ljós kom að börnin vilja hugga hvert annað, gefa hverju öðru dót, við sitjum saman og hjálpumst að. Í dag lásum við „Ég vil líka fara í skóla.“ Hún er um litla stúlku sem kemur í heimsókn í grunnskóla og þekkir engan nema bróður sinn. Hún horfir á hann lenda í áflogum og við ræddum það. Við pössum hendur og orðin okkar. Við biðjum fullorðna um hjálp og setjum mörk í samskiptum.
Kveðja frá Álfasteini