- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Haustið 2020 stóð yfir mikil og stór söfnun á birkifræjum á vegum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir gróskumikið sumar. Söfnunin gekk vonum framar og safnaðist mikið magn fræja.
Núna með vorinu býður verkefnið Birkiskógur upp á birkifræ til skóla og tókum við í Stapaskóla fagnandi á móti því verkenfni. Í dag kom Kristinn H. Þorsteinsson verkefnastjóri verkefnisins og hitti nemendur í 7. bekk. Kristinn byrjaði á því að halda fræðsluerindi um birkifræ og sáningu á þeim.
Á undan höfðu nemendur unnið með upplýsingatexta frá Kristni og konu hans Auði Jónsdóttur. Eftir fræðsluna var hafist handa við að sá og unnu allir hópar kynningu í formi mynda.
7. bekkur tók í kjölfarið á móti nemendum í 2. bekk og elstu deild leikskólans þar sem hver hópur kenndi nokkrum að sá birkifræjum.
Vinnan tókst vonum framar og stóð 7 bekkur sig ótrúlega vel í að taka á móti Kristni og í því að kenna og leiðbeina yngri nemendum.
Hægt er að skoða frekari upplýsingar um verkefnið hér