Fréttir

Starfsfólk og nemendur gengu hringinn í kringum Ísland á 80 mínútum.

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar settu starfsfólk og nemendur sér það markmið að ná að ganga/hlaupa umhverfis Ísland á 80 mínútum. Til að ná því markmiði þurftu nemendur og starfsfólk að ganga/hlaupa 1.321 km samtals. Tvær elstu deildir leikskólastigs og starfsfólk ásamt starfsfólki og nemendum á grunnskólastigi tóku þátt í þessu verkefni. Hringurinn sem var farinn var 2,5 km langur og var gengið/hlupið einn til þrír hringir. Það var mjög gaman að sjá allan skólann vinna að þessu markmiði og stóðu allir sig einstaklega vel. Við erum ákaflega stolt að segja frá því að markmiðið tókst og gott betur en það
Lesa meira

Heilsu - og forvarnarvika í Stapaskóla

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar þá höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá á skólatíma fyrir nemendur og starfsfólk Stapaskóla.
Lesa meira

Nemendur gróðursettu 201 birkiplöntu í framtíðar skóglendi

byrjun skóladags 30. september fylgdu nemendur í 4.-6. bekk nemendum í 3. bekk áleiðis eftir Trönudal. Það var gaman að sjá þennan fjölda ganga saman og heyra spjall og gleði. Leið þeirra lá að möninni sem liggur við enda götunnar. Í framtíðinni mun þar blasa við fallegt skóglendi en nemendur Stapaskóla fengu þann heiður að gróðursetja fyrstu plöntur svæðisins. Kristján Bjarnason starfsmaður garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar tók á móti hópnum og sýndi hvernig best sé að bera sig að því að gróðursetja. Í framtíðinni munu nemendur 3 bekkjar sjá um að gróðursetja birkiplöntur frá Yrkju-sjóði á þessu svæði og leggja þannig af mörkum við að græða land. Núna í ár fékk skólinn úthlutað 134 plöntum og bætti Kristján nokkrum við þannig að hópurinn í heild gróðursetti 201 birkiplöntu. Virkilega flott framtak hjá þessum flottu börnum.
Lesa meira

Skólaslit

Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar vísindamaður stýrir. Verkefnið er afrakstur styrks sem Reykjanesbær fékk upphaflega til þess að efla áhuga drengja á lestri. Verkefnið hefur þróast út í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fjölbreyttan hátt. Verkefnið er saga eftir Ævar sem ber heitið Skólaslit og birtist á síðunni www.skolaslit.is á hverjum degi í október. Nemendur á mið- og unglingastigi munu taka þátt í verkefninu á skóladögum en viljum við hvetja ykkur, kæru foreldrar til að taka þátt í verkefninu um helgar. Það er auðvitað hægt að skrá það sem heimalestur. Einn kafli birtist á hverjum degi í október og birtist síðasti kafli sögunnar á sjálfri hrekkjavökunni, en sagan er hrollvekja fyrir börn og unglinga. Hér má sjá heimasíðu skólaslita og hér má sjá kynningu frá Ævari Heimasíðan: www.skolaslit.is Kynning á verkefninu frá Ævari: https://www.youtube.com/watch?v=f6kMSo1gH3o
Lesa meira

Foreldradagur

Á mánudaginn 4. október bjóðum við foreldra velkomna á foreldrafund. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hver tvennd er með sameiginlegan fund um helstu áherslur skólans og árgangsins. Fundurinn hefst kl.11.00 - 12.00. Nemendur mæta í hefðbundinn skóladag kl.8.30 - 10.00. Frístundaheimilið er opið og nemendur fara þangað að loknum skóladegi.
Lesa meira

Gagnvirka gólfið

Active floor eða gagnvirka gólfið er hannað til að koma hreyfingu og leik inn í námið. Í gagnvirka gólfinu nota börnin allan líkamann og læra og þroskast vitsmunalega, félagslega og líkamlega. Börnin á Óskasteini fara einu sinni í viku í gagnvirka gólfið í hina ýmsu leiki. Allir þessir leikir eru með hreyfinguna í fyrirrúmi. Skynjunarleikur eins og fiskaleikurinn þar sem börnin eiga að ná ákveðnum fiskum eða passa að fiskurinn nái þeim ekki. Með hverju skrefi í vatninu heyrast viðeigandi vatnshljóð. Klassískir púsl leikur þar sem þarf að nota allan líkamann til að færa púslin til. Frábær leikur fyrir rök- og stærðfræðihugsun. Geimveruleikurinn þar sem að hvert barn fær ákveðin lit og sá sem kremur flestar geimverur í sínum lit er sigurvegarinn. Minnisleikir sem þjálfa minni barna og reyna á samstarf þeirra og samskipti. Börnin á Óskasteini bíða spennt alla vikuna eftir að komast í gagnvirka gólfið okkar og skemmta sér alltaf jafn vel. Í þetta skiptið prófuðu þau fiskaleikinn og geimveruleikinn
Lesa meira

Kosningar unglingastigs Stapaskóla

Samþætting námsefna eða Stapamix, eins og það kallast hér í Stapaskóla er stór hluti af námsefni skólans. Í hverju Stapamixi er þema, sem getur verið allt á milli himins og jarðar. Nú í aðdraganda nýliðna Alþingiskosninga var ákveðið að hafa kosningaþema. Nemendur unglingastigs fengu þá kynningu á öllum þeim flokkum og framboðum sem bjóða sig fram á landsvísu. Nemendum var því næst skipt upp í hópa, og drógu þau einn flokk að handahófi. Var ákveðið að einblína á eitt málefni, umhverfismál og þurftu hóparnir að kynna sér stefnu þess flokks sem þau drógu. Settu þau sig í spor auglýsingastofu, og áttu þau að kynna málefni flokksins svo nemendur í öðrum hópum gætu kynnt sér málefni annarra flokka. Verkefnið gekk vel fyrir sig en að því loknu var gengið að kjörklefum. Margir nemendur verkefnisins geta líklega kosið í næstu Alþingiskosningum og fundu þau því smjörþefinn af því að fá að kjósa, áður en þessi mikilvægur lýðræðisréttur sem við höfum, færist í þeirra hendur. Úrslitin urðu á þennan veg;
Lesa meira

Áfangi 2 - undirritun við verktaka

Verksamningu var undirritaður milli Reykjanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka hf vegna framkvæmda við áfanga 2 við Stapaskóla. Fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku ásamt 25 metra sundlau og heitum pottum mun rísa á næstu fimmtán mánuðum.
Lesa meira

List fyrir alla

Í dag fengu nemendur í 1. – 4. bekk heimsókn frá Leikhópnum Lottu sem er hluti af List fyrir alla. Hlutverk List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um allt land og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum. Að þessu sinni eru það listafólkið í Leikhópnum Lottu sem sýna Pínulitlu gulu hænuna sem er sérstaklega hugsuð fyrir grunnskóla. Um er að ræða skemmtilegt atriði sem unnið er upp úr Litlu gulu hænunni sem Leikhópurinn sýndi árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mættu á svæðið til okkar í morgun og sýndu frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor, leik, söng og dansi. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt. Við þökkum Leikhópnum Lottu fyrir frábæra skemmtun.
Lesa meira