- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Jólasamvera 1. – 6. bekkjar var á sal skólans í gær, 16. desember. Þessum sið var komið á þegar skólinn var enn í bráðabirgðarhúsnæðinu og við höfum haldið áfram hér í nýju byggingunni. Hver árgangur setur saman skemmtiatriði og stígur svo á stokk í jólasamverunni. Í ár var mikið um söngatriði, má þar m.a. nefna lög og kvæði eins og Jólaköttinn, Kveikjum einu kerti á, Jólahjól, Grýlukvæði og Snjókorn falla. Auk þess sem sýnd voru dansatriði. Mjög skemmtileg og hátíðleg stund rétt fyrir jólafríið.