- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Þann 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Stapaskóla þar sem nemendur komu fram á sal í fjölbreyttum skemmtiatriðum. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel.
Dagurinn er haldinn ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.
Í myndasafni skólans má sjá myndir af atriðum nemenda skólans.