- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Dagana 17.-19. nóvember héldum við þemadaga tileinkaða Barnasáttmálanum. Nemendur á öllum stigum fengu fræðslu um Barnasáttmálann og unnu fjölbreytt verkefni. Á grunnskólastigi unnu nemendur á stöðvum þar sem unnið var með ýmsar greinar Barnasáttmálans. Nemendum í 1.-4. bekk og í 5.-10. bekk var skipt í hópa þvert á árganga.
Börnin á leikskólastigi horfðu á myndband um Barnasáttmálann og ræddu um rétt barna á fjölskyldu og öruggu heimili og síðan teiknuðu börnin myndir af fjölskyldum sínum. Á Óskasteini hlustuðu nemendur á söguna Rúnar góði sem skrifuð er með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Börnin lærðu dropalagið og sungu það saman á föstudeginum.
Á stöðvunum á yngra stigi gerðu nemendur gagnvirkar dúkkulísur í Makey makey, sameiginlegt listaverk með fjölbreyttum fjölskylduformum, lærðu um réttindi og forréttindi, teiknuðu réttindi barna, lærðu dropalagið, veltu fyrir sér hvað þau myndu gera ef þau gætu stjórnað heiminum, lituðu myndir og gerðu þrautir.
Nemendur á mið- og unglingastigi sömdu ljóð og þeir sem vildu gerðu hologram af sér lesa ljóðið. Nemendur unnu með klípusögur, hlustuðu á hlaðvarpsþætti, gerðu teiknimyndasögur, fréttir og hlaðvarpsþætti. Nemendur gerðu virðingarspjöld og fóru í leiki, bjuggu til leikþætti, lærðu um börn á flótta og Donna umsjónarkennari í 5.bekk sagði nemendum söguna frá því þegar hún og fjölskylda hennar voru á flótta.
Þemadagarnir heppnuðust einstaklega vel og og það var virkilega skemmtilegt að sjá samvinnu nemenda sem og afrakstur vinnunnar.