Fréttir

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021

Miðvikudaginn 8. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá Stapaskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og lögðu mikið á sig. Á yngsta stigi hlupu nemendur frá klukkan 8:45-9:45 og náðu 13 nemendur að hlaupa 6,5 km eða lengra. Á miðstigi og elsta stigi hlupu nemendur frá klukkan 10:10-11:30. Á miðstigi náðu 13 nemendur að hlaupa 10 km eða lengra og á elsta stigi náðu 4 nemendur að hlaupa 10 km eða lengra. Í keppni milli árganga var það 4.bekkur sem sigraði á yngsta stigi, 6.bekkur á miðstigi og 9.bekkur á elsta stigi. Það var gaman að sjá gleðina í nemendum þegar þau voru að hlaupa og heppnaðist hlaupið mjög vel.
Lesa meira

Heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja.

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja. Markmiðið með heimsókninni var að fræða börnin um brunavarnir. Logi og Glóð er forvarnarverkefni þar sem slökkviliðsmenn koma og spjalla við nemendur um eldvarnir á heimilinu og horft er á stutta mynd um slökkviálfana Loga og Glóð. Nemendur fá að sjá slökkviliðsmanninn í gallanum, með reykgrímu og fá að handleika stútinn á brunaslöngunni. Nemendur eru þá orðnir aðstoðarmenn slökkviliðsins og í því felst að þau fara reglulega um skólann og yfirfara brunavarnir. Nemendur fá svo viðurkenningarskjal í lok skólaárs.
Lesa meira

Tilkynningahnappur í spjaldtölvur nemenda

Síðastliðið vor var komið upp sérstökum tilkynningarhnöppum fyrir bæði börn og fullorðna á vef Reykjanesbæjar. Nú er hnappurinn að koma inn í allar nemenda spjaldtölvur við Stapaskóla. Með hnappinum er aðgengi barna að barnavernd Reykjanesbæjar orðið betra.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Stapaskóla verður haldin þriðjudaginn 7.september kl. 20.00 í Stapaskóla
Lesa meira

Stapaskóli er hnetulaus skóli

Við viljum ítreka að Stapaskóli er hnetulaus skóli og biðjum foreldra að fylgjast vel með því sem innihaldi hressingar sem þeir senda börnin sín með í skólann.
Lesa meira

Skólastarf hafið skólaárið 2021 - 2022

Í dag fór skólasetning fram við Stapaskóla í þriðja sinn. Nemendur í 2. – 10. bekk mættu í tvenndir sínar til umsjónarkennara án foreldra að þessu sinni. Umsjónarkennarar fóru yfir helstu upplýsingar og buðu nemendur hjartanlega velkomna til starfa. Nemendur í 1. bekk mættu til skólasetningar á sal ásamt foreldrum. Þar hélt Gróa skólastjóri ræðu og setti skólann. Nemendur fengu rós afhenta í tilefni dagsins. Starfsfólk Stapaskóla leggur af stað með miklum krafti og gleði. Gleði yfir því að vera að taka á móti nemendum okkar, gleði yfir því að enn á ný fáum við tækifæri til að skapa fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt skólaumhverfi með það að leiðarljósi að nemendur geti mætt þörfum sínum, kynnst sjálfum sér betur og náð markmiðum sínum. Við erum öll ólík og einstök. Allir nemendur okkar tilheyra og skipta máli. Framundan eru spennandi tímar sem bjóða uppá óteljandi tækifæri í skólastarfi margbreytileikans. Við viljum að börnin okkar nái bestum árangri og þá á ég við út frá þeirra eigin markmiðum ekki einhverri tölu eða bókstaf á blaði. Við ætlum að gera okkar besta við að þjónusta ykkur öll. Með gleði í hjarta og bros á vör Býð ég ykkur velkomin í Stapaskóla Gróa Axelsdóttir Skólastjóri Stapaskóla
Lesa meira

Skólasetning við Stapaskóla

Skólasetning fer fram þriðjudaginn 24. ágúst í Stapaskóla. Vegna takmarkana verður ekki hefðbundin skólasetning og foreldrar barna í 2. - 10. bekk ekki boðnir velkomnir að þessu sinni. Kl.9.00 - nemendur í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk mæta í sín rými til umsjónarkennara. Kl.10.00 - nemendur í 3., 5., 7. og 9. bekk mæta í sín rými til umsjónarkennara. Kl.11.00 - nemendur í 1. bekk mæta á sal skólans. Einn til tveir mega fylgja hverju barni. Grímuskylda er hjá foreldrum.
Lesa meira

Styrkir til þróunarstarfs í Stapaskóla

Stapaskóli hlaut styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs Reykjanesbæjar fyrir næsta skólaár. Eftirtalin verkefni hlutu styrki: - Námssamtöl til að auka skilning nemenda á eigin stöðu í námi - Læsi fyrir lífið - App fyrir íþróttakennara Reykjanesbæjar - Menntabúðir starfsmanna við Stapaskóla - Teymiskennsla - samþætting og áhugasviðsverkefni - Tækni í Stapaskóla - Undirbúningur nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar Starfsfólk Stapaskóla er mjög þakklátt og spennt fyrir komandi skólaári.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla 2020 - 2021

Sjálfsmatsskýrsla Stapaskóla fyrir skólaárið 2020 - 2021 er komin út. Þar er gerð grein fyrir mati á öllum þáttum skólastarfsins á liðnu skólaári.
Lesa meira