Fréttir

Nemendur í 7. bekk safna fyrir samnemanda með fótboltamaraþoni

Nemendur í 7. bekk í Stapaskóla hafa staðið fyrir fjáröflun fyrir bekkjarbróðir sinn sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun mars. Nú er stefnan tekin til Svíþjóðar hjá honum í næstu viku þar sem hann fer í beinmergsskipti. Bekkjarsystkini hans vildu ólm hjálpa honum og ákváðu þau að vera með fjáröflun fyrir hann. Gengið var í hús í Innri-Njarðvík og safnað áheitum fyrir fótboltamarþon, sem var í dag. Nemendurnir spiluðu fótbolta saman frá því þau mættu í skólann í dag og þangað til skóladagurinn var búinn. Það voru því þreyttir og mjög ánægðir nemendur sem fóru heim úr skólanum í gær enda gild ástæða fyrir gleðinni. Áheitasöfnunin gekk vonum framar og var heildarupphæðin fyrir áheitin um 840.000! Ef fleiri vilja leggja hönd á plóg þá er það enn vel þegið en leggja má inn á styrktar reikning hans: reikningsnúmerið er 0542-14-404971 og kennitalan 190808-4080.
Lesa meira

Vinavika og listahátíð barna á Álfasteini

Við á Álfasteini lukum nýlega við verkefni í anda könnunaraðferðarinnar. Við tókum lýðræðislega ákvörðun um að vinna með krumma . Við gerðum hugarkort um hvað við töldum okkur vita um krumma, skoðuðum bækur, horfðum á myndbönd og fórum í vettvangsferðir. Að því loknu gerðum við nýtt hugarkort með staðreyndum sem við höfðum lært um krumma. Afurðin verður svo sýnd á listahátíð barna í Reykjanesbæ. Næsta mál á dagskrá er að vinna með vináttuna. Á hverjum degi er lesin bók um vináttuna. Upp geta komið margir vinklar á vináttuna en við látum börnin þróa samtalið og velja þann vinkil sem brennur helst á þeim. Helstu umræðuefnin hafa verið hvernig er að eiga engan vin. Þá lásum við áður Palli var einn í heiminum. Við lásum bókina „En við erum vinir.“ Hún er um hund og kött sem berjast gegn þeirri staðalímynd að kettir og hundar geti ekki verið vinir. Í ljós kom að börnin vilja hugga hvert annað, gefa hverju öðru dót, við sitjum saman og hjálpumst að. Í dag lásum við „Ég vil líka fara í skóla.“ Hún er um litla stúlku sem kemur í heimsókn í grunnskóla og þekkir engan nema bróður sinn. Hún horfir á hann lenda í áflogum og við ræddum það. Við pössum hendur og orðin okkar. Við biðjum fullorðna um hjálp og setjum mörk í samskiptum. Kveðja frá Álfasteini
Lesa meira

Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

Elstu börn leikskólans fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja. Í vetur hafa elstu börnin á Óskasteini verið aðstoðarmenn slökkviliðsins í gegnum verkefni sem kallast, Logi og Glóð. þar hafa þau verið að fylgjast með hvort að eldvarnir í leikskólanum séu í lagi. Þau hafa skipts á að yfirfara brunavarnir leikskólans eftir lista frá slökkviliðinu. Gunnar slökkviliðsmaður kom í nýlega heimsókn á brunabílnum sínum. Hann gaf börnunum viðurkenningarskjöl fyrir að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og sýndi börnunum bílinn að innan og utan og fengu þau að sprauta úr brunaslöngunni. Þessi heimsókn sló í gegn hjá börnunum og þökkum við Gunnari innilega fyrir.
Lesa meira

Sáning birkifræja - samvinnuverkefni 7. og 2. bekkjar ásamt nemendum á Óskasteini

Haustið 2020 stóð yfir mikil og stór söfnun á birkifræjum á vegum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir gróskumikið sumar. Söfnunin gekk vonum framar og safnaðist mikið magn fræja. Núna með vorinu býður verkefnið Birkiskógur upp á birkifræ til skóla og tókum við í Stapaskóla fagnandi á móti því verkenfni. Í dag kom Kristinn H. Þorsteinsson verkefnastjóri verkefnisins og hitti nemendur í 7. bekk. Kristinn byrjaði á því að halda fræðsluerindi um birkifræ og sáningu á þeim. Á undan höfðu nemendur unnið með upplýsingatexta frá Kristni og konu hans Auði Jónsdóttur. Eftir fræðsluna var hafist handa við að sá og unnu allir hópar kynningu í formi mynda. 7. bekkur tók í kjölfarið á móti nemendum í 2. bekk og elstu deild leikskólans þar sem hver hópur kenndi nokkrum að sá birkifræjum. Vinnan tókst vonum framar og stóð 7. bekkur sig ótrúlega vel í að taka á móti Kristni og í því að kenna og leiðbeina yngri nemendum.
Lesa meira

Krakkarnir á Óskasteini taka málin í sínar hendur

Fyrr í vetur tóku börnin á Óskasteini eftir því að engin ruslatunna væri á útisvæði leikskólans. Þau veltu mikið fyrir sér hvað þau ættu þá að gera við allt ruslið sem að þau eru að finna á svæðinu og hvernig hægt væri að fá ruslatunnu á útisvæði okkar til að halda því hreinu og fínu. Við ræddum því hvað væri hægt að gera og var ákveðið að ræða við Gróu, skólastjóra Stapaskóla, því þau voru viss um að það væri hún sem réði þessu. Við fengum Gróu til okkar þar sem börnin ræddu þetta mál við hana og afhendu henni bréf með beiðni um ruslatunnu sem börnin skrifuðu í sameiningu. Heimsóknin var mjög skemmtileg þar sem að börnin voru tilbúin með ýmsar spurningar fyrir skólastjórann sinn og sungu svo fyrir hana.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun 22. apríl er sumardagurinn fyrsti og skólinn því lokaður. Starfsfólk Stapaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars.
Lesa meira

Skóladagatal grunnskólastigs 2021 - 2022

Skóladagatal næsta skólaárs hefur verið birt á heimasíðunni. Skóladagatalið hefur verið samþykkt af starfsmönnum, skólaráði skólans og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Skipulag skólastarfs frá 15. apríl

Skipulag skólastarfs frá fimmtudeginum 15. apríl er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 5. maí 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum: • Nemendur í 1.–10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–10. bekk í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil. • 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum ber þeim að nota andlitsgrímur. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og tónlistarskóla. • Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15. • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu. • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilar fyrir aðra en nemendur og starfsfólk. • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímur. • Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Starfsdagur á leikskólastigi

kæru foreldrar Samkvæmt skóladagatali verður leikskólastig Stapaskóla lokað föstudaginn 16.apríl vegna starfsdags. Starfsfólk mun nýta daginn í fræðslu og vinnu í þágu starfsins. Kveðja Skólastjórnendur Stapaskóla
Lesa meira

Ferð leikskólastigs í Hljómahöll

2016 árgangurinn í leikskólanum fór í vettvangsferð í Hljómahöllina í gær. Börnunum var boðið í kynningarferð um húsnæðið og enduðum við heimsóknina í Rokksafninu. Börnin fengu meðal annars að fara upp á svið, skoða hljóðfærin og sjá hvar bæjarstórinn okkar heldur fundi. Börnin skemmtu sér konunglega og gekk ferðin ljómandi vel.
Lesa meira