- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 3. janúar verði starfsdagur hjá þeim skólum í Reykjanesbæ sem áttu að hefja skólastarf þann dag. Þetta er gert til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð. Miðað við hraða á útbreiðslu Covid-19 má búast við að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og tónlistarskóla á komandi dögum, en eins og áður verður reynt að leysa forföll eins og hægt er.
Nemendur Stapaskóla mæta í skólann á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Bréf frá bæjarstjóra og fræðslustjóra Reykjanesbæjar vegna upphafs skólastarfs á nýju ári.