- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í gær afhenti Rótarýklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf í tilefni þess að í ár hefur Sísköpunarsprettur grunnskólanna göngu sína.
Sísköpunarsprettur er verkefni sem leitt er af þeim Hauki Hilmarssyni, Brynju Stefánsdóttur og Sveinbirni Ásgrímssyni kennarar við Stapaskóla en þau hlutu styrk úr Nýsköpunar - og þróunarsjóði Reykjanesbæjar skólaárið 2021- 2022 til þess að setja á laggirnar nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur fengið nafnið Sísköpunarsprettur með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu.
Stapaskóli þakkar félögum Rótarýklúbbsins kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.