Friðarhlaupið

Miðvikudaginn 7. september tóku nemendur Stapaskóla þátt í Friðarhlaupinu. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.

1.-10. bekkur ásamt elstu deild leikskólastigs (Óskasteinn) hittust á malarplaninu fyrir ofan leikskólalóðina klukkan 10:10. Þar tók Friðarhlaupsliðið, sem inniheldur hlaupara frá ýmsum löndum t.d. Rúmeníu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íslandi og fleiri löndum, á móti okkur, þau sögðu nokkur vel valin orð, sungu Friðarhlaupslagið og Jóna Helena íþróttakennari kveikti svo á Friðarhlaupskyndlinum. Óskasteinn lagði fyrstur af stað, 1.bekkur þar á eftir og svo koll af kolli. Hver árgangur fékk 5-10 mínútur þar sem nemendur höfðu tækifæri á að hlaupa í smá stund með kyndilinn – góð og skemmtileg upplifun fyrir nemendur.

Að loknu hlaupi fengu nemendur vegabréf frá Friðarhlaupsliðinu ásamt því að skólinn fékk bolla, listaverk og viðurkenningarskjal í lokin.

Þetta var vel heppnaður dagur og þökkum við kærlega fyrir að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessu verkefni.

Myndir frá Friðarhlaupinu má sjá hér: Friðarhlaupið 2022