- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Stapaskóli fékk úthlutað úr Yrkjusjóði í annað sinn núna í haust. Yrkjusjóður er sjóður æskunnar til ræktunar á landinu okkar. Markmið sjóðsins er að efla kynningu á mikilvægi skógræktar og ræktun almennt og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. 3. Bekkur fór mánudaginn 12. september af stað til að gróðursetja þær plöntur sem skólanum var úthlutað í ár. Árgangurinn hitti Kristján Bjarnason sem kom og kenndi hópnum handtökin við gróðursetningu. Saman setti hópurinn niður 120 plöntur. Að vera úti í náttúrunni og fá að grafa, skoða, snerta er upplifun og skemmtu nemendur sér konunglega við iðjuna. Ljóst er að í hópnum eru framtíðarræktendur.