- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Föstudaginn 12. ágúst var haldin 350 manna ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun hér í Stapaskóla. Þema ráðstefnunnar var að þessu sinni "Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi".
Hér komu fram kennarar af öllu landinu og kynntu þróunarverkefni sín þar þeir hafa farið inn á nýjar brautir eða "út fyrir rammann". Til gamans má segja frá að eitt af erindum á sal var frá fulltrúum unglingateymis skólans en þær fluttu erindið Samþætting og sköpun í framsæknu skólaumhverfi.
Eftir erindi á sal völdu ráðstefnugestir sér málstofur vítt og breytt um skólann. Ein af málstofum var úr okkar smiðjutvennd, en það var hann Haukur hönnunar- og smíðakennari með erindi um nýsköpun og stafræna hönnun.
Ráðstefnustjóri var Helgi Arnarson fræðslustjóri.
Ráðstefnan heppnaðist vel og var skemmtileg frumraun í notkun á skólahúsnæði okkar.