- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nemendur í 2.bekk hafa síðastliðnar vikur verið að vinna með þemað hafið á fjölbreyttan hátt. Unnið hefur verið með samþættingu allra námsgreina þannig að hafið hefur átt hug þeirra allan í gegnum skóladaginn á ýmsan hátt.
Unnið var með barnabækur tengdar hafinu þar sem farið var vel í orðaforða þeirra og unnið með orðatiltæki sem komu fram í textunum.
Nemendur fóru einnig í fjöruferð þar sem að þau söfnuðu því saman sem vakti athygli þeirra, þau rannsökuðu þá hluti frekar með smásjá, vigtuðu hlutina og skrifuðu um þá.
Nemendur fengu góða fræðslu um helstu fiskitegundir sem finna má í hafinu í kringum Ísland, þau föndruðu sinn eigin fisk, skrifuðu um þá og fengu að aðstoða Brynju náttúrufræðikennara við að kryfja nokkrar fiskitegundir.
Á næstu vikum mun þemað halda áfram með áherslu á hvali og hafnir.