- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir í leikskólanum ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.
Því er það viðeigandi að afmælisdagurinn hans Lubba er í dag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið upp afmælið hans í leikskólanum þar sem Lubbi fékk afmæliskórónu og afmælissöng og svo var boðið upp á saltstangir.