- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nokkra mánudaga í nóvember koma kennaranemar úr Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Stapaskóla og kenna smiðju í 9. og 10. bekk. Nemarnir eru á námskeiði um heimspekilega samræðu sem kennd er af Ingimari Waage lektor við LHÍ og Brynhildi Sigurðardóttur kennara á unglingastigi Stapaskóla. Í tímunum í Stapaskóla er markmiðið að kennaranemarnir æfi sig í heimspekikennslu og kynnist starfi á vettvangi. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir og í hverri kennslustund er eitt megin hugtak tekið fyrir. Unglingarnir fjalla um listaverk, samhygð og mistök og ræða þessi hugtök frá ólíkum sjónarhornum.
Að mati unglinganna í Stapaskóla eru verkefnin skemmtileg. Þau eru fjölbreytt og í tímunum er mikið hlegið og sprellað og málin rædd á dýptina.