- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla dagana 9. – 11. nóvember. Þemað í ár var Allt um heilsuna og ákváðum við að láta gott af okkur leiða með því að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Hópur nemenda á unglingastigi hélt utan um verkefnið ásamt Heiðu umsjónarkennara í 10. bekk og komu nemendur með hluti til að setja í kassana að heiman. Þátttaka var vonum framar og voru útbúnir 108 skókassar sem munu gleðja börn í Úkraínu þessi jól. Þökkum við foreldrum og velunnurum skólans fyrir sín framlög í verkefnið en þetta verður árlegur viðburður hér í skólanum þannig að við munum næsta haust byrja snemma að safna skókössum :)