Þema- og vorhátíð Stapaskóla - grunnskólastig

Þema- og vorhátíð grunnskólastigs verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní.

Dagskrá:

8:30 – Nemendur mæta í sína heimatvennd
9:00 – Þemasýning hefst – samsöngur í tröllastiga
10:00 – Skemmtiatriði á sal skólans í boði foreldrafélagsins
10:15 – Pylsupartý hefst

Nemendur fara heim að loknu pylsupartýi og frístund opnar.

Krakkarnir eru búnir að standa sig með prýði og afraksturinn eftir því. Við hvetjum ykkur til að koma og kíkja á morgun 🙂

(Endilega nýtið tímann í að skoða óskilamuni og skila inn síðustu lestrarbókunum.)