- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Sumarhátíð leikskólans verður á morgun, miðvikudaginn 7. júní kl. 14: 00.
Við ætlum að byrja í matsalnum okkar í leikskólanum þar sem verður boðið upp á skúffuköku fyrir börnin. Eftir það má fara yfir á útsvæði leikskólans þar sem hoppukastalar verða í boði foreldrafélagsins. Einnig verður starfsfólk leikskólans með nokkrar stöðvar þar sem hægt verður að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Við hvetjum foreldra til að taka þátt með börnum sínum. Einnig viljum við minna á að börnin eru á ábyrgð foreldra þegar foreldrar eru mættir á svæðið og ekki má gleyma að láta starfsmann vita þegar barnið er tekið heim.
Hlökkum til að eiga skemmtilega sumarhátíð með ykkur.
Kær kveðja,
Starfsfólk leikskólastigs Stapaskóla