Umferðarskólinn - fyrir börn sem eru að hefja grunnskólagöngu

Samgöngustofa heldur úti umferðarskóla fyrir elsta hóp leikskólabarna. Í umferðarskólanum er m.a. fjallað um öryggi barna í bílum, hvernig fara eigi yfir götu, hvar öruggast sé að hjóla og leika sér úti. Leikskólar sjá nú um umferðarskólann sjálfir í samvinnu við Samgöngustofu.

Í þessari viku fengu börnin á Óskasteini umferðafræðslu en í henni má sjá innipúkann og krakkana úr Kátugötu bregða fyrir sem nemendur þekkja úr bókunum sem sendar eru heim til allra barna á aldrinum 3-6 ára.

Horft er á valin myndbönd þar sem farið er yfir reglur sem börn (og reyndar fullorðnir líka) þurfa að kunna til að vera örugg í umferðinni. Nemendur fá svo litabók með sér heim sem þau geta sýnt foreldrum, forsjáraðilum, systkinum eða ömmu og afa sem geta þá fylgt fræðslunni eftir og farið með börnin í göngu- og hjólaferðir. Eftir fræðsluna fengu allir viðurkenningarskjal sem staðfestir útskrift umferðarsnillinga vorið 2023.

Umferðarskólinn - leikskólastig