- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Skólaslit og útskrift 10. bekkjar fór fram dagana 7. og 8. júní við hátíðlega athöfn á sal skólans og inni í tvenndum nemenda.
Vorið og upphaf sumarsins er uppskeruhátíð nemenda og starfsfólks grunnskólanna en þá tökum við saman hvernig okkur gekk yfir árið. Á skólaslitum fá nemendur vitnisburð sinn og staðfestingu á vinnu sinni síðast liðna mánuði. Ásamt því að lesin eru upp hrósskjöl hvers nemenda þar sem bekkjarfélagar og starfsfólk, sem kemur að hópnum, setja fram styrkleika allra í fallegan heildstæðan texta.
Í ávarpi skólastjóra var reifað á helstu áherslum Stapaskóla og því öfluga skólastarfi sem á sér stað. Hvernig starfsmenn eru sífellt að vinna að einkunnarorðum skólans í gegnum gildi til að auka vellíðan nemenda. Mannauður skólans er ótrúlega kraftmikill og faglegur og gerir sitt besta við að skapa aðstæður með leiða að sér aukna gleði í námi, aukna vellíðan nemenda og gefa hverjum og einum grunn til að vera stoltur af sjálfum sér. Að bera höfuð hátt við skólalok, að hafa trú á eigin getu og að hafa trú á því að draumar geta ræst.
Í vetur höfum við unnið að mörgum og fjölbreyttum verkefnum í gegnum samþættingu námsgreina, í gegnum þemaverkefni, í gegnum byrjendalæsi, í gegnum smiðjur o.s.frv. Verkefni sem kennarar eru að skapa til að námið sé skemmtilegt og líka krefjandi. Það er nefnilega þannig að aðalnámskrá grunnskólana gefur okkur ákveðið frelsi í því hvernig við leggjum inn þau markmið sem okkur ber að gera á grunnskólagöngu nemenda. Óteljandi markmið sem er hægt að kenna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Hér er aðeins lítill hluti af verkefnum sem nemendur tóku þátt í í vetur:
Á vordögum voru þrjú málþing haldin, fyrsta var Skólaþing með foreldrasamfélaginu þar sem unnið var út frá yfirskriftinni Hvað einkennir góðan skóla. Þar mættu rúmlega 30 foreldrar sem skiluðu af sér góðri vinnu sem unnið er með áfram inn í umbótaáætlun skólans. Nemendur í 7. – 10. bekk fengu einnig tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri. Virkilega góð vinna sem þeir skiluðu og nýtt verður inn í umbótavinnu næsta skólaárs. Að lokum var haldið málþing Stapaskóla – uppgjör teymiskennslu þar sem kennarar kynntu þau verkefni sem stóðu uppúr í skólastarfi vetrarins. Í þetta sinn var gestum boðið að koma og fylgjast með.
Skólastarf í skólanum okkar er mjög lifandi og fjölbreytt og vekur sífellt meiri og meiri eftirtekt skólasamfélagsins á Íslandi og Evrópu. Til okkar streyma skólahópar alls staðar af landinu og Evrópu til að sjá hvað það er sem nemendur eru að gera. Við erum ofsalega stolt af því sem við höfum afrekað á þessum stutta tíma. Saman höfum við skapað aðstæður sem eru framúrskarandi fyrir nemendur, með skapandi og samþættum verkefnum sem fyrir mörgum er bara eins og leikur einn. Að búa þannig um námið að það sé fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi er áskorun en með skólafólk eins og hér starfar þá eru engin takmörk heldur óteljandi tækifæri.
Í ár eru nokkrir starfsmenn að kveðja og fara á vit nýrra ævintýra. Við viljum þakka þeim fyrir samfylgdina og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þeir fengu afhenta rós í þakklætiskyni.
Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir
Díana Ósk Arnardóttir
Elfa Ingvadóttir
Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir
Ísabella Lind Baldvinsdóttir
Steinunn Ágústa Steinarsdóttir
Á útskrift 10. bekkjar voru viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum
Framúrskarandir árangur á grunnskólaprófi:
Viðurkenning fyrir skapandi og gagnrýna hugsun:
Viðurkenning fyrir þrautseigju og dugnað í námi:
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í skólaíþróttum:
Viðurkenning fyrir framúrskarandi hæfni á sviði verk- og listgreina:
Sérstaka viðurkenningu hlaut Birna Margrét fyrir hugmyndavinnu og sköpun á lukkudýri Stapaskóla. Við þökkum henni fyrir frumkvæðið og vandaða vinnu.
Starfsfólk Stapaskóla þakkar fyrir dásemdar skólaár og óskar skólasamfélaginu gleðilegs sumars.
Myndir: Skólaslit og útskrift 10. bekkjar 2023