Fræðsla um netöryggi í Stapaskóla

Nemendur í 6.-10. bekk Stapaskóla fengu í vikunni gagnlega og áhugaverða fræðslu um netöryggi frá fulltrúum Heimilis og skóla. Fræðslan var sérlega vel heppnuð og tók á mikilvægum þáttum í daglegu lífi unglinga. 

Á meðal efnistaka var netöryggi, þar sem nemendur lærðu um mikilvægi þess að gæta að öryggi sínu á netinu. Einnig var fjallað um vellíðan og stjórn þegar kemur að notkun tækja og miðla, sem er sífellt mikilvægara í nútímasamfélagi. Nemendur fengu líka innsýn í miðlalæsi og gervigreind, sem eru órjúfanlegur hluti af þeirra daglega lífi.. 

Skólinn þakkaði Heimili og skóla kærlega fyrir frábært framtak og gagnlega fræðslu sem mun án efa nýtast bæði nemendum vel í framtíðinni. Fræðslan var mikilvægur liður í að efla stafræna færni og öryggi nemenda í síbreytilegu tækniumhverfi nútímans.