- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nú fer í hönd páskaleyfi í Stapaskóla sem hefst 14. apríl og stendur til 21. apríl fyrir nemendur á grunnskólastigi. Á leikskólastigi er opið í dymbilviku, dagana 14.-16. apríl, fyrir þau börn sem hafa verið skráð í vistun.
Stapaskóli tekur að sér hlutverk safnskóla í dymbilvikunni og býður upp á leikskóladvöl fyrir þau börn sem skráð voru fyrir tilskilinn frest, 17. mars. Það þýðir að við tökum á móti börnum og kennurum frá öðrum leikskólum sveitarfélagsins sem sameinast okkur þessa daga. Þetta fyrirkomulag styrkir samstarf milli leikskóla og gefur börnunum tækifæri til að kynnast nýjum félögum og starfsfólki.
Gleðilega páska!