29.08.2024
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fysta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins:
Tengiliðir Stapaskóla eru eftirfarandi:
Pálína Hildur Sigurðardóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang palina.h.sigurdardottir@stapaskoli.is
Elísabet Sigríður Guðnadóttir er tengiliður á leikskólastigi, netfang elisabet.s.gudnadottir@stapaskoli.is
Rannveig J. Guðmundsdóttir er tengiliður á grunnskólastigi, netfang rannveig.j.gudmundsdottir@stapaskoli.is
Lesa meira
19.08.2024
Nú í vetur verður sú breyting að skólamáltíðir (hádegismatur) grunnskólanemenda verða gjaldfrjálsar fyrir alla nemendur. Til að framkvæmd þessi verði sem best þurfa foreldrar/forráðafólk nú að skrá hvern nemanda í mataráskrift ef vilji er til að nýta skólamatinn. Skráning nemenda í áskrift er nauðsynleg til að tryggja máltíðir fyrir alla sem þess óska en með því má halda matarsóun í lágmarki.
Skráning í mataráskrift hefst fimmtudaginn 22. ágúst 2024 á www.skolamatur.is
Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum.
Á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá þá matseðilinn í tölvupósti. Við erum dugleg að deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlana okkar. Þú getur fylgt okkur þar: www.facebook.com/skolamatur og @skolamatur_ehf á Instagram.
Lesa meira
19.08.2024
Við bjóðum nemendur og foreldra 1. bekkjar hjartanlega velkomin á skólasetningu 23. ágúst kl.11.00 á sal skólans.
Skólastjóri heldur ávarp, fræðsluerindi er fyrir foreldra og hópefli fyrir nemendur.
Lesa meira
01.07.2024
Skrifstofa Stapaskóla lokar vegna sumarleyfa 2. júlí til 6. ágúst. Leikskólastig Stapaskóla fer í sumarleyfi miðvikudaginn 3. júlí og mæta aftur til starfa miðvikudaginn 7. ágúst kl.11.00.
Starfsfólk Stapaskóla sendir nemendum og fjölskyldum sólakveðjur með von um yndislegar samverustundir í sumarleyfinu.
Sumarkveðja
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika' á kinn
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu' æ
úr suðri hlýjan blæ.
Þú fróvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali' og klæðir allt,
og gangirðu' undir gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Ingi T. Lárusson / Páll Ólafsson
Lesa meira
28.06.2024
Leikskólastig Stapaskóla hélt sumargleði miðvikudaginn 26. júní. Við byrjuðum gleðina strax í útiveru um morguninn en við fengum góðar gjafir frá foreldrafélaginu sem við tókum í notkun þá. Í hádegismat var svo boðið upp á pizzu og í síðdegishressingu fengu allir skúffuköku. Þeir sem vildu fengu andlitsmálningu og síðan fórum við á útisvæði þar sem starfsfólk leikskólans var með stöðvar. Þar var hægt að smíða, mála með vatni, blása sápukúlur og fara í reipitog svo eitthvað sé nefnt.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir skemmtilega útidótið sem hefur vakið mikla ánægju meðal barnanna.
Hér er svo hægt að sjá fleiri myndir frá deginum.
Lesa meira
27.06.2024
Sjálfsmatsskýrsla Stapaskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024 er komin út.
Í skýrslu um sjálfsmat Stapaskóla er greint frá innra mati skólans þar sem tekið er mið af niðurstöðum sem liggja fyrir um innra starf og stefnu Stapaskóla. Matið er unnið af stjórnendum skólans á grunni upplýsinga sem safnað hefur verið. Niðurstöður eru bornar saman við markmið skólans, stefnu Reykjanesbæjar í fræðslumálum og metnar eru sterkar og veikar hliðar skólastarfsins
Sjálfsmatsskýrsluna má finna hér!
Lesa meira