- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Á morgun 2. desember er komið að uppskeruhátið í Stapavöku og eru foreldrar boðnir hjartanlega velkomnir á milli kl.10:10 - 12:00.
Stapavaka er vísindavaka og er nú haldin í annað skipti hjá okkur í skólanum. Nemendur í 7. – 10. bekk taka þátt og keppast við að hanna tilraun, framkvæma hana, taka upp upplýsingar og setja upp plakat með því sem þeir lærðu. Í ár er áhersla á niðurstöður og munu nemendur setja fram niðurstöður í munnlegu formi ásamt því að sýna töflur, myndrit eða annað sem við á.
Síðustu tvær vikur hafa nemendur verið á fullu að leggja lokahönd á verkefnið sitt með því að taka upp myndband, skrifa skýrslu og úrbúa plakat fyrir sýninguna.
Það hefur verið spennandi að fylgjast með verkefnavinnu þeirra í þessu þema og hlökkum við mikið til að sjá lokaafurð þeirra.
Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að kíkja í heimsókn á morgun og skoða þessa frábæru vinnu sem hefur verið í gangi hjá börnunum ykkar.