Setning Ljósanætur

Í dag fóru nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í Skrúðgarðinn til þess að fylgjast með setningu Ljósanætur. Allir nemendur í þessum aldursflokkum  innan Reykjanesbæjar mættu saman og var mikið fjör þar sem Friðrik Dór endaði á að halda uppi stemningunni og söng í lokin ljósarnæturlagið við flottar undirtektir hjá öllum. Áður en hann steig á svið hafði Kjartan Már bæjarstjóri okkar sett Ljósanótt formlega og var fáninn dreginn að húni.

7. bekkur tók sig til ásamt 8. bekk deginum áður og sýndu þau frábæra samvinnu í smiðju tíma við að útbúa veifur til að nota á setningunni ásamt fána mertum Stapaskóla. Nemendurnir sáu um að búa til form, sníða og klippa út efni sem þau handlituðu fjólublátt, en sá litur er litur Stapaskóla. Nemendur á Óskasteini höfðu einnig unnið hörðum höndum við að undirbúa hristur sem þau lituðu fjólubláar og var virkilega gaman að sjá hvernig þau nýttu hristurnar á athöfninni.

Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru skólanum og okkar samfélagi til sóma. Virkilega flottur hópur einstaklinga sem naut sín í gleði og ljóst að við eigum flotta fulltrúa hér í skólanum okkar.

 

 

Fleiri myndir má sjá hér