- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Miðvikudaginn 8. júní nk. verður haldið upp á vorhátíð á grunnskólastigi Stapaskóla. Dagurinn er uppbrotsdagur þar sem boðið verður upp á ýmsa skemmtun fyrir nemendur, s.s. andlitsmálingu, leiki, frisbígolf, knattþrautir og danspartý. Einnig verða skemmtiatriði frá Danskompaní og Sirkus Ísland. Er foreldrafélagi Stapaskóla er þakkað kærlega fyrir sitt framlag fyrir vorhátíðina.
Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og fara heim að lokinni pylsuveislu sem hefst kl. 11.00. Frístundaheimilið Stapaskjól opnar að loknum hádegismat fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Foreldrar/forráðamenn eru hjartanlega velkomnir.