Volt verkefni

Í vetur fór af stað Erasmus+ verkefni sem ber heitið VOLT og stendur fyrir Volcanoes for teachers. Verkefnið miðar að því að stuðla að nýjum námsmöguleikum fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla. Áhersla er á að tengja saman námsgreinar þar sem rannsóknarstarf um eldfjallafræði er rauður þráður. Í þessu verkefni koma saman skólar og fyrirtæki frá 4 mismunandi löndum:

  • Comune di Farnese/Riserva Naturale Selva del Lamone (frá Ítalíu)
  • Associazione Italiana di Vilcanologia (frá Ítalíu)
  • Io vivo dentro di me (frá Ítalíu)
  • THESIO DIMOTIKO SCHOLEIO KO (frá Grikklandi)
  • Quality Education in Europe for Sustainable Social Transformation, QUEST (frá Belgíu)
  • Stapaskóli (frá Íslandi)

Stapaskóli tekur þátt í þessu verkefni og er einn þriggja skóla í Evrópu sem munu tengjast saman en hinir skólarnir eru frá Grikklandi og Ítalíu. Ásamt skólunum sem taka þátt eru 2 fyrirtæki frá Ítalíu og eitt frá Belgíu. Fyrirtæki sem koma að sjá um utanumhald á verkefninu, fræðslu á viðfangsefninu eða sem stuðningsaðili við þá gagnavinnslu sem mun eiga sér stað.

Verkefnið er í nokkrum liðum en ákveðið var að tengja það við 2012 árgang nemenda. Það sem snýr að starfsmönnum er að tengiliðir fá fræðslu í eldfjallafræðum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum sem tengjast vinnu nemenda. Nemendur læra um eldfjöll og því sem tengist og taka á móti heimsóknum frá hópi nemenda sem koma í maí.

Að lokum má nefna að farið er af stað umsóknarferli fyrir nemendur í 7. bekk sem geta óskað eftir að fara sjálfir í ferðalag til Grikklands (í mars) eða Ítalíu (í september). Alls verða 8 nemendur valdir þar sem 4 fara í hvora ferð fyrir sig.

Okkur hlakkar mikið til komandi verkefnis með þessum flottu nemendum sem við eigum hér í skólanum.