- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Fimmtudaginn 14. Mars fór hópur í 5. Bekk í vettvangsferð. Ferðinni var heitið að Kálfatjörn í Innri-Njarðvík. Ætlunin var að skoða ferskvatn og lífríkið þar í kring. Gengið var á svæðið og notið þess að vera úti í góðu og fersku lofti. Þegar komið var á staðinn tók á móti hópnum góður fjöldi af Stokköndum og fengu nemendur upplýsingar um atferli þeirra, börnin hvöttu endurnar áfram í leit sinni að réttum maka og töldu svo fjölda mismunandi tegunda af plöntum sem fundust á svæðinu.
Á leiðinni heim skoðaði hópurinn Stapakot og ímyndaði sér hvernig það væri að búa í slíku húsnæði á árum áður. Þegar komið var í nálægð Stapaskóla var hugurinn farinn að reika að þeim steinum sem fundust á víð og dreif í náttúrunni. Ákveðið var að taka nokkra með upp í skóla og skoða þá betur. Við skoðun kom í ljós að einn reyndist innihalda glópagull.
Góð byrjun á deginum fyrir áhugasama nemendur sem virkilega nutu þess að láta áhugann reika og fá svör við spurningum sem komu upp.