Á morgun er skertur nemendadagur á grunnskólastigi, lokadagur þemadaga og uppskeruhátið Stapavöku hjá 7. - 10.bekk.
Nemendur eiga að mæta kl 8:30 eins og venjulega og síðan er skólinn opinn fyrir foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi frá kl 9.00 - 10.00 til að skoða afrakstur þemadaga.
Allir fara heim kl. 10.00 nema þeir nemendur sem eru skráðir í frístund sem opnar kl. 10.00.
Nemendur þurfa ekki að koma með neitt með sér í skólann á morgun nema þeir sem eru i frístund.
Þeir nemendur sem eru í frístund koma þá með smá nesti sem þeir borða um kl 10.00 en hádegismaturinn er svo kl. 11.00. Þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávexti.
Stapavaka endar á morgun með heimsókn frá Landanum og verðlaunaafhendingu.
Spennandi dagur framundan hjá nemendum Stapaskóla og hvetjum við gesti og gangandi að kíkja við.