Suðurnesjamót í Skólaskák

Suðurnesjamót grunnskóla í skólaskák fer fram 19. apríl í Stapaskóla Reykjanesbæ. Mótið hefst 13:30 en mæting er 13:15.

Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.–4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.–10. bekkur.

Verðlaun eru þrenns konar:
> Einstaklingsverðlaun (m.a. sæti á Landsmótinu í skólaskák sem fer fram í maí)
> Skólaverðlaun (samanlagður árangur keppenda frá hverjum skóla)
> Mætingaverðlaun (ein verðlaun fyrir þann skóla sem sendir hlutfallslega flesta)

Umferðarfjöldi og tímamörk verða tilkynnt þegar nær dregur.

Skráning fer fram hjá Sveinbirni (sveinbjorn.asgrimsson@stapaskoli.is) eða hjá umsjónarkennara