Stóra upplestrarkeppnin í Stapaskóla

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Stapaskóla mánudaginn 3. mars við hátíðlega athöfn á sal skólans. Keppnin er árlegur viðburður í skólastarfinu og hefst undirbúningur nemenda í 7. bekk formlega á Degi íslenskrar tungu. Nemendur eru hvattir til að æfa sig í vönduðum upplestri með það að markmiði að taka þátt í keppninni. 

Að þessu sinni tóku níu nemendur þátt í skólakeppninni eftir að hafa unnið sér rétt í bekkjarkeppni sem fram fór í vikunni á undan. Keppendur voru: 

  • Karen Júlía Traustadóttir 

  • Sveinn Rúnar Sveinbjörnsson 

  • Freyja Kristín Gustavsdóttir 

  • Óliver Ágúst Chan Magnússon 

  • Katla Dilja Sigurðardóttir 

  • Arnar Smári Sigurgeirsson 

  • Wiktoria Kwiatkowska 

  • Kári Sindrason 

 

Nemendur voru afar vel undirbúnir, og tókst keppnin einstaklega vel. Dómarar í keppninni í ár voru Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar, Katrín Jóna Ólafsdóttir, deildarstjóri Akurskóla, og Halla Karen Guðjónsdóttir, viðburðastjóri. 

Sigurvegarar skólakeppninnar og þeir sem munu keppa fyrir hönd Stapaskóla í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hljómahöll 12. mars eru Karen Júlía Traustadóttir og Katla Dilja Sigurðardóttir. Wiktoria Kwiatkowska var valin sem varamaður og munu þær allar halda áfram að æfa sig fyrir lokakeppnina. 

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur og hugrekkið sem þeir sýndu með því að stíga á svið og flytja texta fyrir fullan sal. Einnig viljum við þakka kennurum fyrir góða leiðsögn og áhorfendum fyrir kurteisi og gott hljóð í salnum. 

Sérstakar þakkir fá þau Hildur Ósk og Gabríel Örn sem fluttu ljóð í upphafi og lok keppninnar en þau voru fulltrúar skólans í keppninni árið 2024.