Stapavaka

Miðvikudaginn 15. desember var uppskeruhátíð á verkefni sem nemendur í 7.-10. bekk unnu að frá enda nóvember. Verkefnið ber nafnið Vísindavaka og er markmið okkar að hún verði haldin árlega seinustu vikurnar fyrir jól. Verkefnið er stórt en í grunninn miðar það að því að efla ferli vísinda ásamt því að auka jákvæðni gagnvart náttúrugreinum.

Verkefnið hefur fengið nafnið Stapavaka. Stapavöku er skipt upp þannig að ákveðin hluti er unninn í hverri viku sem skilað er inn til kennara sem veita leiðsögn og hvatningu þegar þess þarf. Nemendur mega velja hvort þeir vinna að þessu verkefni sem einstaklingar eða í hópum. Viðfangsefni eru frjáls er mikilvægt að skoða rannsóknarspurningu og leita svara við henni í gegn um ferlið.

Þeir sem svo vildu gátu farið alla leið og tekið þátt í Stapavökukeppni þar sem tilraun var tekin upp í myndveri sem frábær nemendahópur sá alfarið um. Í myndverinu var sagt frá hvað væri að gerast á sama tíma og öllu lýst. Afrakstrinum var komið til dómnefndar sem fór yfir öll myndböndin áður en hún mætti á svæðið og heyrði í keppendunum sjálfum.

Dómnefndin að þessu sinni var skipuð Helga Arnarsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ og Sævar Helgi Bragason, Stjörnu Sævar. Dómnefndin veitti verðlaun fyrir 1., 2. og 3 sæti.

Í 1. sæti voru Elín Sabrina M. Rúnarsdóttir, Matthildur Emma Sigurðardóttir og Emilía Sandra Eiðsdóttir í 10 bekk með tilraun um eldflaugar.

Í 2. sæti voru Viktor Breki Þórisson, Alex Grétar Magnússon og Jón Unnar Sverrisson í 8 bekk með tilraun um vatnsþrýsting.

Í 3 sæti voru Amelía Sara Kamilsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir í 7 bekk með tilraunina um lavalampa ásamt Heiðar Darri Hauksson í 9 bekk með tilraun um líkindatengsl foreldra og barna.

 Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju og þökkum dómnefnd kærlega fyrir störf sín. 

Samhliða Stapavöku var haldin keppni fyrir þá sem vildu að hanna logo fyrir Stapamix, kennslu þvert á námsgreinar, sem nemendur eru í 3 í viku í eldri deild. Merkið sem var valið er eftir Kristinn Inga Eyjólfsson, í 9 bekk, við óskum honum innilega til hamingju.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.