- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Á unglingastigi eru unnin samþætt verkefni þrisvar í viku og þá blandast 7. - 10. bekkingar saman í fjölbreyttum verkefnum.
Fyrir vetrarfrí klára nemendur fjórða Stapamixið í haust og það heitir „Hugurinn ber þig hálfa leið“. Í þessu Stapamixi hafa nemendur fengist við verkefni á sviðið siðfræði og heimspeki. Þeir hafa lært um rökvillur og muninn á gagnrýnum og ógagnrýnum manneskjum. Þeir hafa unnið myndasögur og myndbönd um hið góða líf og jákvæð samskipti. Síðast en ekki síst æfðu allir sig í samræðu og ræddu m.a. hvaða reglur mikilvægt er að hafa í samræðu til að hún verði góð og lærdómsrík.
Verkefni nemenda eru innihaldsrík og falleg. Samtöl þeirra í verkefnavinnunni hafa sömuleiðis verið markviss og lærdómsrík. Nemendur hafa pælt í hlutum eins og:
Með fréttinni fylgja myndir af verkefni Elínar Sabrinu í 10. bekk um venjulegan og fullkominn dag í lífi hennar.