- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í vikunni fengu nemendur í 5.- 10. bekk Snjallvagninn í heimsókn en þeir sinna fræðslu unglinga um stafræna borgaravitund og hegðun á netinu. Fræðslan er hönnuð af sérfræðingum Evrópuráðsins. Lalli töframaður var með fræðsluna ásamt því að vera með skemmtun inn á milli. Fræðslan var gagnvirk þar sem krakkarnir svöruðu spurningum á snjalltækjunum sínum áður en þau sátu fyrirlesturinn og fengu niðurstöður hvernig ,,Netkarakter” þau eru. Virkilega gaman að fá þau til okkar enda mikilvægt málefni.
Við þökkum Snjallvagninum kærlega fyrir komuna.