- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Skólaþing Stapaskóla verður haldið í fyrsta sinn fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 08:30 á sal skólans.
Að þessu sinni verða áherslur umræðunnar á námsumhverfi, kennsluhætti og samskipti heimilis og skóla.
Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á skólastarfi. Þar verður möguleiki á að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að efla skólastarfið og þróun skólans.
Allir sem hafa áhuga á skólastarfi eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Við hvetjum foreldra sérstaklega til þess að koma og eiga með okkur góða stund í þágu nemenda. Það verður heitt á könnunni og léttar veitingar.