Skólaþing

Í gær komu nemendur í 7. - 10. bekk og foreldrar saman til að ræða um niðurstöður nemendakannana Skólapúlsins varðandi líðan og heilsu.

Niðurstöður voru kynntar og unnið í hópum að ákveðnum þáttum sem voru:

  • hvernig getum við stutt við nemendur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd?
  • hvernig getum við leiðbeint nemendum varðandi leiðir til að hafa stjórn á eigin lífi og ákvörðunum?
  • hvað getum við sem skólasamfélag gert til að auka vellíðan nemenda og jákvæðan skólabrag?

Í lokin kynntu stjórnendur hugmynd að seinkun skóladagsins í 7. - 10. bekk sem er að ósk ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Stjórnendur leggja til að skóladagurinn hefjist hjá unglingastigi kl.9.00 haustið 2025. Ungmennaráð hefur vakið athygli á góðum árangri í Vogaskóla í Reykjavík sem er með þetta sem tilraunaverkefni. Allir viðstaddir voru jákvæðir fyrir hugmyndinni og telja að hún muni skipta miklu máli varðandi líðan ungmenna.

Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að koma að borðinu og ræða málefni barnanna.